Ragnhildur Sverrisdóttir skrifaði frábæra grein um það viðhorf að kynferðisafbrot gegn konum/börnum sé bara baráttumál kvenna. Feministar og annað fólk. Kemur það karlmönnum ekki við ef konu er nauðgað ? kemur það karlmönnum ekki við ef brotið er á barni ? Kemur það mér kannski ekki við ef karlmanni er misþyrmt ?
Ég er líka orðin dálítið hugsandi yfir því hvað Breiðavíkurmálið fer hátt í þjóðfélaginu (ofbeldi gagnvart strákum) en það var aðallega talað um fjármálaóreiðu í Byrginu! Hafa fimmtugu kallarnir í ráðuneytunum meiri samúð með neyð stráka af þeirra eigin kynslóð en yngri kvenna?
og hversvegna er Hannes Hólmsteinn ennþá á lista sjónvarpsmanna yfir þann sem sniðugt er að tala við um alla hluti. Það er ekki lengur mikilvægt að hlera hvaða hljóð er í Davíð Oddssyni, það skiptir engu máli lengur.
b