pólitík

Kannski er eins gott að ég hef ekki verið að skipta mér of mikið af pólitík hingað til. Látið nægja að þusa yfir mér og mínum. Mér finnst að alltof margar ákvarðanir séu teknar á ómálefnalegan hátt, með eiginhagsmuni og klíkuskap og þekkingarleysi að vopni. Ég hef séð of vel uppá síðkastið hvernig svona ákvaraðnir eru teknar og ég er reið. Það er ekki fyrr en mér tekst að beisla reiðina og koma henni í skynsamleg orð að hugsanlega væri hægt að áorka einhverju. Það er ekki núna.

Hæfu, vel gefnu fólki er haldið frá völdum því það ógnar hinum. Nýjasta dæmið er Margrét Sverrisdóttir. Ég skildi aldrei hversvegna hún varð ekki formaður Frjálslynda flokksins fyrir löngu. Glimrandi snjöll og "frambærileg".

Anna vinkona er alltaf að hvetja mig að fara í pólitík. Hún hefur gaman af að hlusta á mig belgja mig, en ég veit að það þarf snyrtilegri og kurteisari framsetningu á málum til að ná árangri. Ég ætla að taka nokkra jóga-tíma til að temja hugann .. eða "anger management" kúrs. Skyldi vera boðið uppá slíkt í HR?

b

Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd