veður

 
Mikið kann ég vel við veðurfréttirnar í Ríkissjónvarpinu. Vinalegt, skynsamlegt, jafnvel nördalegt fólk kíkir til mín og spjallar um veðrið. Algerlega án þess að vera "hresst" eða hipp og kúl. Enginn Kastljóssbragur yfir þeim. Mjög notalegt.
Ég vona að veðurfréttirnar verði ekki Ameríkaniseraðar fyrr en ég verð komin útúr heiminum eða til Ameríku.
 
en talandi um það.. nú á að skella sér í stríð við Írani. Ég hélt að verið væri að keppast við að lofa að senda strákana heim frá Írak. Er það kannski málið? Að senda þá frá Írak og beint til Íran? Hvað er eiginlega langur tími eftir af kjörtímabilinu?
 
b
 
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd