Procrastination

 
Frestunarárátta. Ég talaði um hana við Baldur í gær. Ég sé stundum í honum þetta sem þvælist oft fyrir fótunum á mér. Fresta mikilvægum hlutum fram í rauðan dauðan. Mér finnst ég vera að athuga hversu langt er hægt að ganga án þess að heimurinn farist. Í fyrsta sinn sem ég hundsaði að gera það sem ég "hefði átt" að vera að gera, þá las ég ekki undir landafræðipróf í barnaskóla, þá var ég að ögra þeirri klisju að ég fengi alltaf (sjálfkrafa) góðar einkunnir. En auðvitað fékk ég góðar einkunnir vegna þess að ég lærði allt námsefnið utanað fyrir próf.
Þetta er ekki flókið.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd