Ég hljóp í gær

 
Frú María A. dró mig út að hlaupa í gær. Takk fyrir það. Ég var hátt uppi eftir hlaupið, líkaminn svo feginn að fá að hreyfa sig. Ég var svo hátt uppi að þegar ég fór í Kringluna til að kíkja í Bónus, keypti ég mér leðurjakka í leiðinni 😀   Ég hef verið með annað augað opið fyrir svona jakka í 10 ár.  Jakki sem er mitt á milli þess að vera kvenlegur og mótorhjólalegur. Þungur og sterkur og þægilegur.  Nú er ég flottust ! 
 
Stelpurnar í Fram (þær sömu og urðu isl.meistarar í 5.flB í handbolta) eru flestar farnar að æfa fótbolta með Val !!  Við vorum á fundi hjá Fram í gær útaf þessu. Ýmsar aðgerðir verða settar í gang í kjölfarið. Kannski missum við Þessar stelpur ekki endanlega. Þær eru frábærar. En líka vegna þess að þær eru frábærar, eiga þær skilið að fá góða þjónustu. Góða þjálfara, 4 æfingar á viku, markmannsæfingar, tiltrú, stolt, metnað, verðug viðfangsefni og fjör.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd