„Ferðamannaiðnaðurinn“

 
Hversvegna viljum við endilega efla ferðamannaiðnaðinn ?  Hver vill efla ferðamannaiðnaðinn ? Þeir sem reka hótel ? En hvað með okkur hin ? Viljum við fylla okkar fallegustu staði af ferðamönnum ?  (ég gæti líka sagt "túristum" til að hljóma neikvæðari)
 
Ég sé í ferðamannaiðnaðinum aðallega láglaunastörf og átroðning og sjoppumenningu í og við náttúruperlur landsins.
 
Ég er ekki viss um að ég vilji að Þórsmörk sé full af útlendingum í rútu með myndavélar. Ég vil geta farið í Þórsmörk með fjölskylduna án þess að hún sé eins og rútustöð og fjöll og hlíðar skreytt með marglitum útivistarjökkum. Ég er eigingjörn.
 
Þeir tékkar sem ég kynntist útí Prag syrgðu miðborgina sína. Þeir geta ekki notið þess að fara í bæinn til að hitta félagana og fá sér bjór í góða veðrinu eða kaupa ís handa krökkunum. Miðborgin hefur verið hertekin af túristum og sölumennsku.
 
Ætlum við að láta auman hagvöxt vera mælikvarða allra hluta ?
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd