Hótanir Alcan

 
Álverinu í Straumsvík [verður] lokað ef ekki verður af stækkun segir aðal-fyrirsögn Fréttablaðsins(1) í dag.  Stækkun úr 180x í 360x sem er næstum þreföldun.
Þarna er fólki í Hafnafirði hótað að þau verði af skatttekjum og atvinnu ef þau verði ekki stillt og samþykki stækkun. Nákvæmlega eins og Andri segir í Draumalandinu(2). Allt fer í kaldakol ef þú samþykkir ekki strax!
Hversvegna er ekki alveg í lagi að hugsa þetta aðeins og samþykkja þá bara á næsta ári? Eða þarnæsta? eða ekki neitt?
Ég las einhversstaðar(3) að ef stækkunin verður samþykkt þá þarf reisa 3 nýjar virkjanir. Eru þá Hafnfirðingar að ákveða hvor af þeim 3ur virkunum verði?
Ætlum við að láta kjánaleg orð "upplýsingafulltrúa" Alcan hræða okkur til að ákveða eitthvað sem liggur ekkert á að ákveða?
 
b
 
Heimildalisti:
(1) forsíða Fréttablaðsins 5.janúar 2007
(2) Draumalandið, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, eftir Andra Snæ Magnason. Hist og her um bókina
(3) einhversstaðar
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd