Álverinu í Straumsvík [verður] lokað ef ekki verður af stækkun segir aðal-fyrirsögn Fréttablaðsins(1) í dag. Stækkun úr 180x í 360x sem er næstum þreföldun.
Þarna er fólki í Hafnafirði hótað að þau verði af skatttekjum og atvinnu ef þau verði ekki stillt og samþykki stækkun. Nákvæmlega eins og Andri segir í Draumalandinu(2). Allt fer í kaldakol ef þú samþykkir ekki strax!
Hversvegna er ekki alveg í lagi að hugsa þetta aðeins og samþykkja þá bara á næsta ári? Eða þarnæsta? eða ekki neitt?
Ég las einhversstaðar(3) að ef stækkunin verður samþykkt þá þarf reisa 3 nýjar virkjanir. Eru þá Hafnfirðingar að ákveða hvor af þeim 3ur virkunum verði?
Ætlum við að láta kjánaleg orð "upplýsingafulltrúa" Alcan hræða okkur til að ákveða eitthvað sem liggur ekkert á að ákveða?
b
Heimildalisti:
(1) forsíða Fréttablaðsins 5.janúar 2007
(2) Draumalandið, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, eftir Andra Snæ Magnason. Hist og her um bókina
(3) einhversstaðar