Búin í prófum !

 
síðasta prófið var í gær. Aðferðafræðin.. Váá! hvað ég las lítið fyrir það
eins gott að kennararnir frétti ekki af því. Ég reyndi að hljóma þvílíkt gáfulega í munnlega prófinu.
Núna fæ ég loksins tíma til að horfa á verkefnið mitt. Ég er næstum því búin að gleyma um hvað það er.
Vonandi virkar það eins og mér sýnist að það ætti að gera .. það skal ganga upp.
 
Ég hef ekkert æft í 2 mánuði enda orðin að spýtuka.. kellingu, feitri spýtukellingu.
Vöðvabólga, höfuðverkur og leti. Ég ætla sko á karateæfingu í kvöld – halló lífið, hér kem ég.
prófin búin, prófin búin .. trall-la-la-la-læ
 
Fer á Krua-thai í hádeginu með Ástu, góður matur og bjór og spjall, æðislegt. Ég elska alltaf þann sem gefur mér að borða. Elska mömmu mest af öllum. Ég ætla að bjóða Sellunum í franskt kvöld. Frönsk lauksúpa, franskt hvítvín og frönsk súkkulaðikaka. Bon apetit !
 
Mér fannst eiginlega sorglegt að Ómar Ragnarsson hefði fengið styrk frá Landsvirkjun.. það er alls ekki sama hvaðan peningarnir koma. Enda var hann flóttalegur í augunum kallgreyið í fréttatímanum. Þetta eru bara 4milljónir, væri ekki hægt að skrapa svona upphæð upp einhversstaðar annarsstaðar ? SPRON ? Fjárlaganefnd ? Frjáls framlög ?
 
.. var ég búin að nefna það ? prófin eru búin,  prófin eru búin ..
 
b
 
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd