Í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera …
Ég geri mest lítið annað en að læra. Búin að skrópa í karate í mánuð og hef farið 1x (einu sinni) út að hlaupa síðan ég hljóp hálft maraþon á Selfossi í haust. Ekki gott að æfa ekki, en frábært að læra. Mér fer fram ..
Um daginn hnoðaði ég saman forriti sem lærði af því að lesa inn lýsingu á skákum, hvaða stöður væru líklegri til að leiða til vinnings.
Þetta voru mjög einfaldar lýsingar en við áttum að láta forritið okkar "læra" að tefla betur.
Sama forrit á að geta læra á hvað sem er, ef því er lýst á svipaðan hátt. Vektor sem lýsir stöðunni og svo vinnur maður eða tapar.
Núna er ég að ath hvort ég get ekki látið forritið læra að versla á ICEX (Íslenska hlutabréfamarkaðinum). Það lítur eiginlega mikið betur út en ég þorði að vona. (buy low, sell high) Í fræðunum heitir þetta að markaðurinn sé ekki mjög skilvirkur.
Ég geri grein fyrir þessu hlutabréfa verkefni eftir prófin. Núna langar mig helst til að vinna í verkefninu, en ekki endilega eyða tímanum í að lesa undir próf.
Spurning hvort ég missi áhugann á hlutabréfunum þegar ég verð búin að selja öll mín :]
b