Ég lagði hart að Palla að kaupa miða á Pétur Gaut. Ég ætlaði alls ekki að missa af honum. Rosa góðir dómar, Ingar Sigurðsson og allt. Ég sá reyndar í blaði í gær að "einhver" hljóp í skarðið fyrir Ingvar þar sem hann er útí London! What! og enginn segir okkur neitt þegar við kaupum miða á fullu verði. Ég kaus að gera ekki mál úr þessu þar sem Palli var búinn að vera svo sætur að bjóða mér í leikhús.
Við mættum fín og flott í leikhúsið í gærkvöldi, lentum í ógöngum með að fá sæti. Eitthvert fólk í okkar sætum og númerin stemmdu ekki alveg ?? En leikritið var fínt, tónlistin góð og bara skemmtilegt (einhvernvegin hafði ég ekki gert beinlínis ráð fyrir að Pétur Gautur væri skemmtilegur.. ) … og tónlistin var flott og passaði vel við verkið, sem varð til þess að ég kveikti á perunni. Við vorum á "Eldhús eftir máli". Pétur Gautur er sýndur í "Kassanum" sem ég veit ekki hvað er.
Þetta var skemmtilegt, ég hefði aldrei látið mig dreyma um að draga karlrembuna Palla á leikrit sem heitir "eldhús" eitthvað. Kannski er þetta leiðin til að velja leikrit/myndir. Detta inná random sýningu.
Svona sá ég I
Huckabees, hún var einstök. Mér hefði aldrei dottið í hug að velja að fara á hana.
b
ps: talandi um skemmtilegar frásagnir. Hér er ein …