Komin heim!

Ég er komin heim úr Mörkinni. Nú er ég hætt að stinga af frá krökkunum og Palla, orðin þreytt á að sakna þeirra allra. Á heimleiðinni kom ég við á Laugarvatni til að taka á móti Palla sem var að koma úr 4ra daga göngu.
Á meðan ég beið eftir að gönguhópurinn skilaði sér kíkti ég á eina Karateæfingu á æfingabúðunum á Laugavatni. Ég fékk fiðring í skankana. Nú get ég loksins mætt aftur á karateæfingar og í vetur ætla ég líka á kumite æfingar (bardaga). Malin var búin að lofa að æfa með mér (mér sýndist hún vera komin með svarta beltið! =:-])
Í haust tekur við mastersnám í gerfigreind við háskólann í Reykjavík. O-jamm og já. Kannski tek ég seinni hlutann með vinnu, sé til. Get ekki lagst bara uppá Palla þó það sé gott.
Mér heyrist við vera á leiðinni norður um verl.m.helgina.
Sprengisandur / Askja / Laugar á landsmót. Palli fyrrverandi UMFÍ-gaur vill kíkja og Eydís á vinkonu á Laugum sem vill fá hana í heimsókn. Svo kíkjum við á Kílakot og Ásbyrgi og Dettifoss og böðin í Mývatni .. þangað til annað kemur í ljós. Plönin breytast hratt um þessar mundir.
 
Hvað ætti ég að hlaupa 19.ágúst? Núna finnst mér allt styttra en maraþon hljóma eins og tímasóun.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd