Skrapp heim í fermingu

Langidalur – Þórsmörk
Vá! sumarvinnan er æði, dásamlegur staður. Fallegasti staðurinn á Íslandi. Ég verð hissa á hverjum degi. Endalaust fólk í heimsókn, fararstjórar / bílstjórar / framkvæmdastjórar
 
Núna er Sonja komin til vinnu og ég ekki lengur ein með ábyrgð á dalnum. Ég hef ekki gert handtak síðan hún kom. Bráðdugleg stelpan :] og reyndar eins yndisleg og hugsast getur. 
 
Krossá
Ég er búin að draga 2 jeppa og 1 rútu uppúr Krossá. Það er eiginlega meira mál en ég hélt. Maður finnur hversu litlu má stundum muna að verulega illa fari.
Einn daginn dró ég bæði 1 jeppa og rútu lausa. Lengi eftir það fór ég ekki á jeppanum yfir, notaði frekar dráttarvélina. Hún veitir fullkomna öryggistilfinningu
 
Svilar
Vala kom með ættartréð í heimsókn á laugardaginn.
Er bróðir Ann-Marie, svili Völu? (systkini hjóna)
eða er maðurinn hennar Völu svili Ann-Marie? 
eða hvorutveggja? 
Ég vissi þetta alveg, þar til ég talaði við fólk ..
Vala kannaði málið nánar og segir:
"Engan á ég svilann…"
 
Anna vinkona er á landinu. Jón Axel fermdist í Danmörku og þau voru með veislu í Perlunni áðan. Frábært að sjá þau aftur. Ég sá í veislunni kunnugleg andlit úr barnaafmælunum á síðustu öld. Það mun taka mig sumarið að pússla saman nöfnum og andlitum. Jón Axel og Mille vinkona hans dönsuðu. Geðveikt flott. Núna langar mig til að dansa, ég meina almennilega, samkvæmis .. (ahh bull, mig langar bara í kjólinn)
Já kjólinn! ég er í blómakjólnum og á háum hælum, ískalt á tánum, að blogga. Voða fín. Ekki gallabuxur, flíspeysa og niðurbrett stígvél. Ég þurfti að meika 5 lög yfir sólbrunann og sárið sem ég fékk við að safna greinum í brennuna í gær til að geta verið í fína kjólnum.
 
Beggó er ennþá í heimsókn hjá mér í Mörkinni, en ég í bænum :] sem er gott á hann því hann er með bílinn minn að Skógum, en ég skrölti um á gamla Grána í fína kjólnum – glæsilegt
 
Eydís er í sumarbúðunum að Ástjörn í Þingeyjasýslu
Baldur var að klára fyrra árið í Hraðbraut
 
Ég sit hérna og bíð eftir Palla, hann var með bátaferð á Langasjó og er núna í Vík. verður kominn eftir korter, með sama aksturslagi.
(hann er alltaf á stöðum sem ég hef ekki ennþá séð
   (ég á ekki mynd af honum  
      (myndavélin mín er týnd
         (veist þú um hana ?))))
 
b
 
Ármann er ekki alltaf leiðinlegur
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

2 Responses to Skrapp heim í fermingu

  1. Óþekkt's avatar Bjarghildur skrifar:

    Hæ Birna mín gaman að heyra að þú hefur það gott. það er allt við það sama hérna í bankanum fólk er farið að fara í sumarfrí og ég bíð spennt eftir mínu. Elsu Birna við verðum í bandi ég vona að ég hitti þig í mörkinni í ágúst, annars er ekkert farið að auglýsa þessa ferð hérna, ég verð víst bara að kanna þetta  ;o)
     
    Bestu kveðju
     
    Bjagga

  2. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    Birna hvernig er það, hefur þú ekki komið í Mývatnssveit?  Bara út af þessu "Fallegasti staðurinn á landinu".  Hafðu það gott.  Sjáumst allavega seinnipartinn 15. júlí.
     
    Kveðja Halli.

Færðu inn athugasemd