Við Eydís fórum í fermingu hjá Guðjóni Ingimundar- og Huldusyni
Ég gleymdi að fara í hraðbanka áður en ég lagði af stað norður og ætlaði að stoppa á Blönduósi til að taka út, en það var enginn hraðbanki í Esso skálanum og við orðnar seinar þ.a. við ákváðum að taka bara út á Króknum. En þegar við komum þangað virkaði enginn hraðbanki ?? Það var rafmagnslaust í bænum!
Ég skrifaði einhverskonar ávísun á fermingarpening inní umslagið og sendi Guðjóni svo pening eftir helgi.
Það var búið að elda mest af matnum þegar rafmagnið fór af og kalkúnninn var settur á grillið og allt gekk vel fyrir sig. Ég hitti Sísu, sem ég hef ekki séð í 100 ár. Það var gaman að tala við hana og strákinn hennar nr.3 (fatta það núna að sauðurinn ég gleymdi að spyrja hann hvað hann heitir, þarf að fletta því upp.. ) Svo hitti ég Ninný loksins ;] lítur rosa vel út hún frænka.
Pabbi var með nýja myndavél og Eydís og Ölvir æfðu sig með hana. Ég verð að fá myndir hjá pabba, ég gleymdi minni vél.
Ég er fegin að ég fór norður. þetta er auðvitað heilmikil keyrsla, en gaman að fara. Gott að hugsa á langri leið. Eydís er líka góður ferðafélagi. Hún fékk oftast að velja útvarpsstöð :] ég er að verða ágætlega að mér í Pink og Eminem. Baldur minn varð eftir í sumarbústað með pabba sínum. Hann er að verða eldri en ég strákurinn.
LondonMaraþon
Vá! það er bara vika í London maraþonið ! Ég er aðeins að verða stressuð.
Ég ætla að klára þessa vegalengd. Sama þó tíminn verði slappur, en klára ..
Það er svo alltaf hægt að bæta tímann, en ákkúrat núna er ég búin að drekka of mikið kaffi