V for Vendetta

Úff, ég skrifa ekki um neitt nema karate og hlaup ! Kannski vegna þess að ég hugsa ekki um neitt nema karate og hlaup þessa dagana.
 
en ég er líka mikil menningarspíra (víst!)
Við Baldur fórum á V for Vendetta um daginn. Æði, rosa gaman. Það er alveg hægt að líkja myndinni við Matrix og Sin City en það er óþarfi.
Mjög skemmtilegar pólitískar spurningar sem var gaman að ræða við óharnaðan og áhrifagjarnan unglinginn. Yndislegt að ræða pólitík við þá sem eru enn að mynda sér skoðun og hlusta í alvörunni .. 
Hann hefur einmitt oft spurt spurninga sem þessi mynd snerti á. Hver ræður því hver ræður og hvernig halda stjórnvöld völdum. Hann vill t.d. sjálfur ráða yfir landi. Hvað þyrfti hann að gera til þess? 
Myndir minnir á Hitler / Kommúnisma / Bush / Sjálfstæðisflokkinn  .. Mér finnst hún eiga mikið erindi í dag. Ég á eftir að lesa Sjálfshjálparbókina eftir Andra Snæ. Mig grunar að hún sé á svipuðum nótum.
 
Ástarsagan skilaði sér. Ég trúði því að skaðbrenndur gamall kall með grímu og hallærislega hárkollu geislaði af sex-appeal, það er snilld.
Flottar senur. Listaverkakjallarinn var æði, skuggaleg London, BigBen, búningarnir, kalt fangelsið, bardagar
Tónlistin sjarmerandi, box með jazz standördum, sendir mann beint til Prag
Flottar sprengingar á flottum húsum, búmm búmm, full lest af "áburði" (uppskriftin er hér.. )
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd