30 km
Við fórum 30 km á laugardaginn. Vaknaði kl 7 til að fá mér 2 ristabrauð með sultu og te og hitti hlaupahópinn (www.skokk.com) við Hamraskóla kl 9
Við hlupum útá Seltjarnarnes, í brunakulda og roki, útað Gróttu og Ægissíðuna og Fossvoginn til baka. Um leið og ég vissi að ég væri búin með 30 km kláraðist andlega orkan og ég gafst upp fyrir rokinu og gekk restina. En 30km … þetta er það lengsta sem ég hef hlaupið. Mér leið nánast þokkalega. Það má vera að ég komist heilt maraþon :]
Ég renndi í hlað heima, opnaði bíldyrnar og ældi á götuna. Smart..
Svo staulaðist ég inn og sendi krakkana út með vatnsfötur til að skola subbinu í ræsið. Ég fór í bað og svo í rúmið, algerlega bakk. Ég lét krakkana fá alla peningana sem ég fann og sendi þau ein til McDonalds frænda.
Suðræn árshátíð Þórshamars
Ég þurfti að rífa mig á fætur með valdi til að taka mig til fyrir árshátíð Þórshamars. Fara í fína (fína fína) kjólinn, blása hárið, sauma "gull-pils" fyrir Homma og Nammi, kaupa teygjur, raka leggina, prenta út texta fyrir Silvíu Nótt ..
Baldur reddaði mér alveg og saumaði annað pilsið á meðan ég lagaði mig til, þvílíkt á síðustu stundu.
En kjóllinn var svo fínn ! Ég fékk sko athygli fyrir allan peninginn. Perlufestar og hvítir gamaldags skór. Tótallý bíómynda..
Við hituðum upp heima hjá Jonna með fordrykk(jum), fótboltaspili og karókí
Gasalega smart auðvitað hjá nýja fína yfirmanninum mínum.
Svo fórum við með rútu í Rúgbrauðsgerðina. (Vá! en kalt !!!! hefði þurft að vera í lopa-undirkjólnum mínum)
Skemtinefnin á mörg hrós skilin fyrir að breyta salnum í suðræna sólarstönd
, pálmatré, sól
, strápils, blóm
um öll borð, ananas og allt gult, appelsínugult, glitter og glans.
En þetta lið allt saman.. kolruglað :] og afar skemmtilegt .. og flott og fín!. Ég sé þau venjulega í hvítum náttfötum :>
Atli fór út að ofan og hélt hátíðarræðu formanns, Birkir söng Silvíu Nótt (í fötum) og Danni og Atli dönsuðu Homma og Namma í gullpilsum.
Svo var dansað og drukkið inní nóttina. Þetta er góður félagsskapur.
b