Ég hef aldrei strengt áramótaheit, en það má líta svo á að London-maraþonið sé heit ársins. Til upphitunar hljóp ég í Gamlárshlaupi ÍR (sjá sönnunargagn #1: http://hlaup.is/photogallery.asp?cat_id=333&page_id=1&photo_id=6161) á tímanum 53:20. Maður hefur séð það svartara. Ég var bara rétt á eftir Pétri og Oddi og Vöndu Sig. og kom í mark samtímis Sif Arnars úr karate-inu. Hlaupið sjálft var létt, veðrið gott og formið ágætt. Það var lang-erfiðast að koma sér framúr og útúr húsi rétt áður en skráningu lauk. Ég gleymdi að borga fyrir skráninguna í öllum asanum. Bjarni Ármanns var á 45 mín og talar um að fara næsta maraþon á 3:30 (öfund öfund) við í SPK ættum að senda sveit í næsta Reykjavíkurmaraþon.
Áramótaveislan
Ég var búin að lofa Agnari bróður að hjálpa honum við veislu undirbúninginn og mæta snemma. Ég stóð ekki við það, algerlega í slow-motion eftir hlaupið .. b a a a ð …. k a f f i … aðeins að leggja sig .. en ég bakaði súkkulaðiköku í eftirrétt og braut servíetturnar. Pabbi var búinn að leggja á borð og þetta var allt mjög fínt hjá þeim og maturinn æðislegur. Edda klikkar ekki á því.
Agnar lét okkur svo fara í stóladans á eftir.. hvað verður næst !!? Skolli ? Flöskustútur ? Svo dönsuðum við inní nýja árið .. twist & shout !
Ég gleymdi bæði varalitnum og myndavélinni.. kannski þreyttari eftir hlaupið en ég vildi viðurkenna.
b