Amma 80 ára

Hún hélt uppá afmælið á Króknum. Hún lítur vel út sú gamla.
Boðið var afskaplega myndarlegt eins og þeim mæðgum Ömmu, Huldu og Ninný er von go vísa. Hangikjöt á línuna með öllu meðlæti og kökur og konfekt með kaffinu. Ég gleymdi næstum því að taka myndir, en Bjössi sendi mér 3 úr símanum sínum. Nokkuð góðar !
Það var gott að koma norður og sjá þetta fólk sem maður sér svo sjaldan. Ninný sem ég segist alltaf vera að fara að hitta :> og sjá litlu stelpurnar hennar Lilju. Einar og Bryndís á Mosfelli og Bjössi tók Fjölni litla með sér.
Ég og krakkarnir fengum far með mömmu og Palla. Ég held svei mér þá að þetta sé í fyrsta skipti í 10 ár sem ég keyri ekki sjálf þegar farið er norður. Ég dottaði í aftursætinu báðar leiðir. Yndislegt ..
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd