Úff, nýkomin af 2ja tíma karateæfingu. Gráðunin er á fimmtudaginn. Það eru líkur á að ég komist í gegn, en vá! margt mætti betur fara. (syngið með) "Við gefumst ekki upp þó móti blási."
Mér finnst ég vera búin að læra Heian Nidan en ruglaðist svo í hlutum sem ég var alveg komin með á hreint. Sjáum til. Mest um vert að halda einbeitingu í gráðuninni sjálfri.
Verst hvað þessir nágrannar fara snemma að sofa. Ég get ekki unnið í forstofunni eftir kl 10. Þyrfti að taka mér frí eftir hádegi á morgun til að klára. Það er ekki svo mikið eftir.
b