út úr skápnum

Beggó var að draga nýtt rafmagn í forstofuna hjá mér um síðustu helgi. Þá þurftum við að rífa niður klæðningu úr loftinu (æ- hún var hvort eð er ljót) til að komast að dósinni. Þá sáust áberandi skil á veggjunum þar sem klæðninginn hafði hulið og afgangurinn sem er hraunaður.. eitt leiddi af öðru.. Nú er ég að slípa niður hraunið og já, forstofuskápurinn er búinn að syngja sitt síðasta og ég er að rífa hann niður og búin að finna gasalega lekker skáp í Axis, en þá þvælast fyrir mér Mannesmann pressfittings, utanáliggjandi hitalagnir sem voru lagðar inní skápinn og útúr honum meðfram loftinu, en ég held ég sé búin að finna útúr því hvernig best er að föndra sig framhjá því. Ég þarf að fara uppí Axis með breytingatillögur og ný mál. Það er ekki víst að ég fái hurðirnar fyrir jól. Nú er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki að skipta um flísar í forstofunni fyrst ég er að þessu á annað borð. Orðin svona gasalega flink að fúa og allt!

Ég er komin með myndavélina mína heim, þá get ég búið til before & after myndir, eins og þegar ég tók bláa herbergið í gegn. Svona vesen er skemmtilegt.

Ég kíkti á skápinn hjá Ástu. Vá! passar ekkert smá vel inn hjá henni. Skoðaði líka sófann sem hún er að hugsa um. Hann er glæsilegur og gott að sitja/liggja í honum, en hann er kannski full-stór. Ég er ekki viss um að stofan beri hann.

Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd