Mér finnst næstum eins og ég sé flutt í Fram-heimilið þessa dagana. Foreldrafundir, borga æfingagjöld, gráðun í taekwondo, kaupa galla, fjáröflun fyrir handboltann – you name it ! Svo eru þeir með ókeypis kaffi :>
Eydís er á fótbolta æfingum 3x í viku fyrir skóla. Við vöknum kl 6 og keyrum í Fífuna Kópavogi. Hún æfir aðallega mark og er nánast með einkaþjálfara þar sem hún var sú eina sem tók það fram að hún vildi fá markmannsþjálfun.
Á meðan tek ég létta hlaupaæfingu á túnunum fyrir utan og kem svo inn og fæ mér kaffibolla, les Fréttablaðið og heyri pabbana tala um fótbolta og húsbyggingar. Afskaplega notaleg byrjun á deginum.
Það eru æfingabúðir í karate um helgina. Sensei Poh Lim 6.dan er mættur enn og aftur. Ég hlakka til.
b