Ég fékk svo fallegt bréf frá SOS-stelpunni minni, Sarojini í Sri Lanka
Hún er ca. 16 ára og svo myndarleg og gæfuleg þessi stelpa.
Mig langar til að skrifa henni, en veit ekki hvert ég á að senda bréfið.
Uppá síðkastið er alltaf límt yfir adressuna á þorpinu hennar á umslögunum sem berast og óskað eftir að óskilapóstur sé sendur eitthvað allt annað.
Hálfgerður vandræðagangur á mér.
En hvað gerist svo núna þegar hún er að verða fullorðin? Flytur hún að heiman ? Fer hún í framhaldsskóla / vinnu / hjónaband ?
Ég vil gjarna hjálpa henni og sjá til þess að hún geti lært það sem hún vill helst og kemur sér best fyrir hana. Þarf hún kannski að eiga sjóð til að geta gift sig skammlaust, hvað veit ég ?
En þess utan, þá standa KFUM-og K fyrir "jól í skókassa" söfnun á jólagjöfum til barna í Úkraínu.
b