Eydís snillingur er komin með gula beltið í Taekwondo – (ég verð að herða mig og mæta betur karate ef hún á ekki að bruna framúr mér 🙂 Hún fékk afar jákvæða umsögn hjá dómurunum. Þeir sjá "efni" í henni.
Mig minnir að ég hafi lofað Malín því að koma með henni að æfa kumite eftir áramót :] Hún er að vísu með brúna beltið, en ég hef gaman af að slást og lærði smá í bootcampinu þ.a. kannski hef ég eitthvað í hana. Sjáum til.
Fyrirbæri
Ég lét verða af því að mæta á heimspekifyrirlestur um helgina. ég þurfti að safna kjarki til að mæta ein innanum fullt af ókunnugu fólki. En ég sá ekki eftir því. Það var gaman að hlusta á Bjössa, notalegur húmor. Og það var gott að ryðja nýjar heila-brautir.
5. nóv.: Oddi 101, kl. 14:00
,,Vitund og viðfang: Ágrip af grunnhugtökum fyrirbærafræðinnar"
Björn Þorsteinsson, Dr. phil. frá Université Paris 8, stundakennari við Háskóla Íslands og ritstjóri Hugar – tímarits Félags áhugamanna um heimspeki.
Næsta laugardag er samantekt á þeim lestrum sem eru búnir – ég náði bara einum !
og það eru líka æfingabúðir í karateinu um helgina…. =:-O fyrirbærið tíminn
b