Veiðiferð

Palli bauð mér út á sjó um síðustu helgi. Veðrið var, já ekki eins og núna, kalt en spegilsléttur sjór og hreyfði ekki vind. Við fórum framhjá Viðey og Engey og aðeins lengra. Borgin var böðuð morgunsól en leit út eins og fíngerð hvít rönd af húsum, með umgjörð af silfruðum sjó og bláum himni. Minnti mig á stórkostlega senu úr Manga mynd. Myndavélin mín er enn "í láni" hjá tengdadótturinni. Mér varð hugsað til myndlistarmannanna í fjölskyldunni og enn og aftur hvað ég vildi að ég gæti málað.
Þarna í kyrrðinni útá reginhafi (ok, kannski ekki reginhafi, en það virkaði þannig á lítilli bátskel) sáum við sjófugla á stangli og Palli náði strax tveimur stuttnefjum sem ég slæmdi uppí bátinn. Svo fengum okkur kaffisopa og mömmu-samlokur. Það var ágætt að hlýja sér aðeins að innan.
Veðrið var kyrrt og fallegt, en það er var kalt að sitja í leti framí bát, þrátt fyrir tvenna ullarsokka, föðurland, lopapeysu, úlpu, húfu, vettlinga.
Því næst héldum við að mynni Hvalfjarðar og veiddum á stöng þartil við nenntum ekki meir. Aðallega þorsk og 3-4 ýsur. Það voru stundum 2-3 fiskar á í einu. Einn slapp og tók með sér sökku og flesta krókana en við veiddum nokkurnvegin uppí veiðarfæratapið. Á heimleiðinni skutum við (Palli þeas) 4 stuttnefjur í viðbót þ.a. þetta var orðinn vænsti túr. Ég fékk að stýra á heimleiðinni, á meðan Palli gerði að aflanum. Ég hamfletti 2 fugla og tók með mér í ..
 
matarboð hjá Beggó

Forréttir

Steiktar stuttnefjubringur með piparrótarsósu,
og perum í karamellu

Aðalréttir

Sinnepsgljáður hamborgarhryggur

með sykurbrúnuðum kartöflum, súrsuðu grænmeti a la Beggó,

rauðkáli og sveppasósu

Eftirréttur

Jóla-hrísgrjónabúðingur með karamellu og berjasósu

 
Til borðs sátu 2 Völur.

b

Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Food and drink. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd