Partí helgi !

þetta er með ólíkindum ! Ekkert partý um helgina !?
 
Það er greinilega núna sem ég þarf að dusta rykið af verkefnalistanum:
 * geymslan
 * lakka gluggann hennar Eydísar
 * Rafmagnið og flísarnar í eldhúsinu
         <shuffle shuffle .. >
 
Ekkert hlaup á sunnudaginn nema vera búin með eitthvað af þessu
Uppeldinu lýkur aldrei :]
 
Stella í heimsókn
Stella, Katrín og Gústi komu í mat á miðvikudaginn. Ég keypti nýjan borðdúk – agalega fínan, og steikti silung í möndlu-hvítvínssósu og Katrín hjálpaði mér að baka eplapæ með ís.
Þau líta bara vel út. Ameríkan og fellibylirnir hafa farið vel með þau.  Myndavélin mín er í láni hjá "tengdadótturinni" þ.a. ég tók engar myndir. Gústi fer aftur út um helgina til að keyra meira, en Stella verður framyfir áramót og gistir hjá mömmu sinni. Það verður gott fyrir Katrínu og Arnar Má
 
brekkuhlaup í gær
Hlaupahópur Íslandsbanka kom saman í gær kl 17:30
Við byrjuðum á hring í Laugardalnum og hlupum svo upp tröppurnar að Áskirkju og áfram niður að Laugaási. Svo aftur til baka upp brekkuna og svo niður tröppurnar og aftur upp .. 4 ferðir.
Ég var búin að svindla aðeins og æfa mig í tröppunum við Áskirkju um síðustu helgi. Ég var orðin of sein á tónleika hjá Dómkórnum og ég sveitastelpan hélt að Áskirkja væri Langholtskirkja og hljóp upp tröppurnar.. "Áskirkja" já einmitt. Brunaði svo að Langholtskirkju og mætti móð og másandi í fyrstu tóna kórsins. Pétur Máte spilaði á píanó, Kristinn Sigmundsson söng.. ekki mjög amalegt!
 
b                                  smá illkvitnis starwars grín   
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd