Kjaramunur

 
Orsök flestra byltinga / borgarastyrjalda er gífurlegur kjaramunur. Mikill munur á þeim sem búa við best og verst kjör. Reiði útí "yfirstéttir" sem búa við óhemju góð kjör, án þess að virðast hafa nokkuð til þeirra unnið, á meðan aðrir komast ekki uppúr fátækt þrátt fyrir ómælt erfiði. Ólíkir heimar þar sem fólk getur ekki sett sig í spor hins.
 
Það er allt í blóma hér á Íslandi, eða hvað ? Launamunur og lífskjaramunur er að aukast mikið. Fólk sem þótti ríkt fyrir 20 árum telst varla efnað í dag. Nú er ekki talandi um 100milljón kalla. Það er ekki fréttnæmt fyrr en komið er yfir milljarðinn. En ég er ekki viss um að "fátæka fólkið" sé neitt fátækara í dag en áður, ég þekki bara ekki nógu vel til. En erum við að búa til gjá á milli "stétta" á Íslandi ? Ég vil að klárir krakkar eigi góða möguleika og mæti lágmarks hindrunum þó svo foreldrar þeirra séu hvorki hálaunafólk né með háskólamenntun. Ég vil að ömmur og afar búi við þokkaleg kjör hvernig hvað svo sem þau erfðu eftir sína foreldra og hvernig svo sem þeirra börnum hefur farnast eigi þau einhver.
 
Hvar finnur maður línurit yfir þróun launabilsins eftir að þjóðhagsstofnun var lögð niður ?
 
Jónas.is segir(best að muna eftir gæsalöppunum, ég gerði bold):
"Miðaldra fólk man þá tíma, þegar bilið milli ríkra og fátækra var fimmfalt og ekki eru mörg ár síðan bilið var tífalt. Nú er það skyndilega orðið tuttugfalt. Með sama áframhaldi, hvenær fer límingin úr þjóðfélaginu?"
 
Spurningin er alltaf sú sama. Í hvernig samfélagi viljum við búa ?
 
fer svarið eftir því hvaða hópi maður tilheyrir/vill tilheyra/óttast að tilheyra?
 
b
Þorvaldur Gylfason skrifar um ójöfnuð í skiptingu tekna á milli manna, Gini-stuðulinn
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd