UT-dagur

Ut-dagurinn er skollinn á. Haustferð tölvudeildarinnar. Rúta / fyrirlestrar og/eða æfingar / gaman / matur / (ekkert) vín. Á morgun er BootCamp kl 9 og karate kl 1. Hann er alveg að rokka þessi nýi karatekennari.
ég hef ekki grænan grun hvert við erum að fara, sest bara uppí rútu og hreiðra um mig. Vonandi liggur leiðin ekki um Gemlufallsheiði, hún er ófær ..
 
Vááá! frekar fyndinn dagur ! Við vorum í skíðaskálanum í Hveradölum, óvenju stutt ferðalag að þessu sinni.
Ég hef ALDREI orðið vitni að því áður að fyrirlestrar á UT-degi séu lélegir. Mér varð illt í hluthafanum að sjá þennan (dýra) mannfjölda eyða 4 tímum í froðusnakk. Ég er enn ekki viss um hvert efni dagsins var.
 
En hvað um það. Skemmtinefndin stóð sig ljómandi vel. Útbýtti áfengu staup-hlaupi og skikkaði okkur í dýraleik. Þar sem við fengum miða með dýri sem við áttum að leika og finna hina í "fjölskyldunni" til að borða með. Ég var krókódílapabbi  (gólfið soldið skítugt). Það tók enga stund að finna hina í fjölskyldunni …og skiptinemann.
Á eftir fór UPPLYS og fleiri á Hressó að dansa, gaman, hljómsveit, dansa. Bjarni fékk símann minn smá lánaðan. Helgin var yndisleg, ég gerði það sem ég vil. En mætti hvorki í BootCamp né karate af einhverjum ástæðum.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd