Ég hlýt að komast í form með þessu móti ! BootCamp kl 10 í morgun, spilaði svo fótboltaleik "Foreldrar á móti 5.-6. flokk stelpna" hjá Fram ( 0 – 2 fyrir foreldrum ). Eydís tók sig vel út í markinu og Pétur átti góðan leik, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hann gerir ekki greinarmun á handbolta og fótbolta.
Eftir fótboltaleikinn fór ég beint á karateæfingu, aaðeins of sein. En ég neitaði að taka upphitun, var sko örugglega búin að hita nógu mikið upp.
Við erum komin með nýjan karatekennara. Hrafn Ásgeirsson, heimspekingur, greinilega nörd. Allur tíminn fór í að betrumbæta hjá okkur Age uke. Ná þessum grunnæfingum réttum, áður en við festum okkur í vitleysunni.
Ég hefði þurft að fá svona leiðbeiningar við píanóið hérnaígamladaga, smá aga. Hann lagði m.a. áherslu á að gefa ekkert eftir, þó þetta sé "vörn" heldur nota hana sem sókn. Það er traust, alltaf í sókn. Ingvar átti ekki séns!
Ég held ég sé boðin í mat í gula húsið í kvöld, tékka á því ..
b
smá grín á Gogga boy:
Það er aldeilis.. maður er bara tekin í gegn, bæði á æfingu og opinberlega.heheheh..Og ekkert dregið úr því.Hvernig mun þetta hafa áhrif á mína framtíð.. Ég er allveg niðurbrotin maður eftir þetta.. 🙂