Hlaupafundur

Jæja, nú er ég komin með Hlaupahandbókina 2004 í hendurnar. Gunnar Páll Jóakimsson kom í heimsókn á morgunverðarfund hjá hlaupahópi bankans.
Það á að halda úti æfingum í vetur, sem er nýlunda. Hingað til hefur starfið dottið niður eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég er að hugsa um að vera með.. amk ef þau æfa ekki á fimmtudögum, jæja fer eftir því kl hvað æfingin verður. Þegar BootCamp námskeiðið er búið ætla ég að hlaupa með ÍR hópnum. Þau hlaupa langt.
Fyrir löngu, löngu síðan, sumarið 1991 byrjaði ég að æfa hjá Mætti (sem heitir núna Hreyfing) með hlaupahópi sem Gunnar Páll stýrði. Frábær þjálfari og yndislegur maður. Það sumar hljóp ég mitt fyrsta hálf-maraþon. Í eina skiptið sem ég hef hlaupið það á sæmilegum tíma, í kringum 1:52. Síðan þá hef ég frekar hlaupið það af þrautseigju en krafti og oft verið í kringum 2 tíma. Það bætast líka a.m.k. 2 mínútur við fyrir hvert kíló (eða var það hvert ár…)
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd