Bátsferð

Palli var að fá sér bát. Hann hefur langað til þess lengi. Ég var svo heppin að fá að fara með fyrstu .. skrefin? nei, áratogin. Vélin fór ekki strax í gang, þurfti að ýta á eitthvað öryggisdæmi, þ.a. við æfðum okkur í að róa.
 
Hreint dásamlegur dagur, spegilsléttur sjór og kyrrðin snemma á laugardagsmorgni, öldugjálfur, hvítir smábátar vögguðu letilega við bryggjuna. Öll veröldin skiptir um gír. Himneskt
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd