Palli var að fá sér bát. Hann hefur langað til þess lengi. Ég var svo heppin að fá að fara með fyrstu .. skrefin? nei, áratogin. Vélin fór ekki strax í gang, þurfti að ýta á eitthvað öryggisdæmi, þ.a. við æfðum okkur í að róa.
Hreint dásamlegur dagur, spegilsléttur sjór og kyrrðin snemma á laugardagsmorgni, öldugjálfur, hvítir smábátar vögguðu letilega við bryggjuna. Öll veröldin skiptir um gír. Himneskt