já, þá er það komið á hreint. Við Eydís förum til Köben á morgun, laugardag.
Ég klúðraði bókuninni á miðunum þ.a. verðið hækkaði um 36 þúsund !! og gat ekki lagað það á netinu. Elskuleg rödd á skrifstofu icelandexpress reddaði þessu fyrir mig. Það á ekki að hleypa fólki eins og mér inná vefsíður. Ég ýti á alla takka sem ég sé.
Þetta er nú búið að vera þvílíkur skortur á skipulagsleysi !
Við ætluðum fyrst í byrjun vikunnar, strax eftir pæjumótið á Sigló, en þá átti Eydís að keppa í Vestmannaeyjum en þeim leik var reynar frestað ! og Baldur sem hélt að skólinn byrjaði á mánudag þurfti að mæta á skólasetningu www.hradbraut.is í gær. Toppskipulag.
En semsagt, ég er búin að kaupa miðana. Baldur kemur ekki með, sem er .. sparnaður :> Búin að segja Önnu frá ferðaplaninu, sem er framför frá því ég heimsótti hana síðast.
og nú er allt jolly og ég verð útí garði í dag að lakka pallinn og reita arfa og sötra kaffi. k a a a f f i i i (með slefandi Homer Simpson rödd)
b