Við skiluðum, á miðvikudaginn, af okkur stórum áfanga í þessu endemis Basl verkefni. Afraksturinn nokkrar tölur á blaði, doesn’t look like much, en dugði til að velja þá leið sem við viljum fara.
Ekkert smá spennufall hjá mér. Ég fór snemma heim, kippti með mér einum bjór niðrí Nauhólsvík og lá þar og páraði niður það sem ég sá fyrir mér að yrðu næstu skref. Svaf þangað til sólin nennti ekki lengur að skína, fór þá heim og lagði mig aðeins í viðbót .. og vaknaði morguninn eftir í bikini og sumarkjól uppí rúmi. Búin að missa af jóga og orðin of sein í vinnuna. Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að sofa lengi :]
Núna finnst mér ég hafa tíma til að gera allt ! Allskonar verkbeiðnir sem hafa hangið aftast í forgangsröðinni fá óvænt afgreiðslu og skrifborðið lítur út eins og ég sé búin að segja upp.
Krakkarnir koma frá London á sunnudag, þá ætla ég að hafa fínt heima og sérstaklega hjá Eydísi. Sú verður hissa, ratar ekki um herbergið :>
Beggó keypti málningagræjur áðan. Ég hlakka til að sjá afraksturinn. Allir aðrir en hann með flottar myndir uppá stofuvegg. Stíllinn minnir dálítið á Svein ..