Jæja, nú á að bæta fyrir letina í sumar og taka vel á því.
Mætti í Boot cAmp http://www.bootcamp.is/ sammen med Netþróun og fleirum úr deildinni.
Klukkutíma stöðvaþjálfun hvar við kýldum í púða í 20 mín. Ég var svo þreytt í handleggjunum eftir það að þegar kom að armbeygjunum (minni sérgrein) tók ég 5 !! eingögnu á viljanum.
Það er gaman að þessu, pína sig aðeins.
Svo fór ég heim og hvíldi þar til Baldur kom og rak mig af stað í karateæfingu.
Það beið Viktor okkar og setti upp sjálfsvarnar æfingu, með enn fleiri kýlingum. Þetta venst svo sem ágætlega. Ég er ágæt í dag, spurning hvernig ég verð á morgun =8-|
ég ætla að skrópa í Boot cAmp í hádeginu. Fer frekar heim að elda ofaní krakkana (og draga þau frá skjá 1 og tölvunni ). Svo er það þessi vinna…
Ég þyrfti algerlga að vera í fríi núna. Langar bara til að klára að mála eldhúsið og lakka hurðina hans Baldurs og vinna í garðinum.
Sjálfsagi fjallar um að gera það sem þarf þegar maður nennir því ekki.