Boot Camp

Jæja, nú á að bæta fyrir letina í sumar og taka vel á því.
Mætti í Boot cAmp http://www.bootcamp.is/ sammen med Netþróun og fleirum úr deildinni.
Klukkutíma stöðvaþjálfun hvar við kýldum í púða í 20 mín. Ég var svo þreytt í handleggjunum eftir það að þegar kom að armbeygjunum (minni sérgrein) tók ég 5 !! eingögnu á viljanum.
Það er gaman að þessu, pína sig aðeins.
Svo fór ég heim og hvíldi þar til Baldur kom og rak mig af stað í karateæfingu.
Það beið Viktor okkar og setti upp sjálfsvarnar æfingu, með enn fleiri kýlingum. Þetta venst svo sem ágætlega. Ég er ágæt í dag, spurning hvernig ég verð á morgun =8-|
ég ætla að skrópa í Boot cAmp í hádeginu. Fer frekar heim að elda ofaní krakkana (og draga þau frá skjá 1 og tölvunni ). Svo er það þessi vinna…
Ég þyrfti algerlga að vera í fríi núna. Langar bara til að klára að mála eldhúsið og lakka hurðina hans Baldurs og vinna í garðinum.
Sjálfsagi fjallar um að gera það sem þarf þegar maður nennir því ekki.
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd